Sport

Lygi­leg topp­bar­átta í Dan­mörku

Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils.

Fótbolti

Liver­pool henti frá sér sigrinum í síðasta úti­leik Klopp

Aston Villa og Liverpool gerðu 3-3 jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Leikurinn var frábær skemmtun þrátt fyrir að myndbandsdómarar leiksins hafi eytt alltof miklum tíma í að skoða hin ýmsu atriði. Um var að ræða síðasta útileik  Jürgen Klopp sem þjálfari Liverpool en hann yfirgefur félagið í sumar.

Enski boltinn

Segja Real renna hýru auga til miðju­manns Le­verku­sen

Það má reikna með að fjöldi leikmanna Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen verði eftirsóttur af stærstu og ríkustu knattspyrnufélögum Evrópu í sumar. Spánarmeistarar Real Madríd eru nú þegar með augastað á miðjumanni þýska félagsins en eru þó tilbúnir að bíða til næsta árs.

Fótbolti

Guð­rún og stöllur enn með fullt hús stiga

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn þegar Rosengård lagði Häcken í efstu deild sænska fótboltans í kvöld. Guðrún var ekki eini Íslendingurinn sem kom við sögu í kvöld en Katla Þórðardóttir skoraði mark Örebro sem hefur ekki enn unnið leik.

Fótbolti

Einar hættir með kvenna­lið Fram

Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum.

Handbolti